Engar innlagnir á sjúkrahúsið á Egilsstöðum - sárvantar fólk til starfa

Frá og með föstudeginum verður lokað fyrir allar innlagnir á sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Ekki hefur tekist að finna afleysingarfólk fyrir sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga í sumar.

Ekki er vitað hversu lengi verður lokað fyrir innlagnir, en framkvæmdarráð stofnunarinnar fundar vikulega og endurskoðar ákvörðunina ef þörf þykir. Ákvörðunin er ekki tekin í sparnaðarskyni heldur sárvantar starfsfólk. Nú eru um 92 starfsmenn á sjúkahúsinu, en 18 manns vantar en undirmannað hefur verið á Heilbrigðisstofnun Austurlands um nokkurt skeið.

„Starfsfólk hér er búið að standa sig frábærlega" segir Þórhallur Harðarson, rekstarstjóri Heilbrigðisstofnunar Egilsstaða. Hann segir að framkvæmdaráðið hafi auglýst mikið eftir starfsfólki en lítið hafi gengið.

Ljóst er að afar slæmt er fyrir svæðið í byrjun sumars ef lokað verður fyrir innlagnir á Heilbrigðisstofnun Austurlands, en sjúklingum verður væntanlega vísað á aðrar heilbrigðisstofnanir á svæðinu sem og á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert