Forsetinn við góða heilsu

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Ómar

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er við góða heilsu, en hann var fluttur á sjúkrahús í dag til rannsókna vegna þess að í morgun fann hann fyrir sterkum þreytuviðbrögðum, samkvæmt upplýsingum Örnólfs Thorssonar, skrifstofustjóra forsetaembættisins.

Ekkert hefur komið fram við rannsóknirnar, og læknar telja forsetann við góða heilsu. Hann mun þó dvelja á Landspítala-háskólasjúkrahúsi í Fossvogi til morguns.

Forsetahjónin voru við opnun Vatnasafns Roni Horn í Stykkishólmi í gær og gistu á Hótel Búðum í nótt. Í morgun fann Ólafur Ragnar til mikillar þreytu, en ekki var þó um að ræða alvarleg þynglsi fyrir brjósti. Læknir sem kom frá Ólafsvík taldi rétt að hann yrði sendur til frekari rannsókna á Landspítalann, og var hann fluttur þangað með þyrlu Landhelgisgæslunnar á þriðja tímanum í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert