Smyglvarningur á Grundartanga

Lögreglan á Akranesi stöðvaði um hádegisbilið í dag bifreið sem var að koma frá Grundartangahöfn. Að sögn lögreglunnar lék grunur á að smyglvarningur væri í bifreiðinni. Við skoðun kom í ljós að svo var og var lagt hald á 6 kassa af bjór, 21 karton af sígarettum og 5 lítra af sterku áfengi.

Hald var lagt á smyglvarninginn og eigandinn boðaður til skýrslutöku.

Á vettvangi gaf maðurinn þá skýringu að honum hafi verið gefinn varningurinn en hann er ekki í áhöfn skips sem var í höfninni. Málið er í rannsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert