65 manns og sjómönnum á 5 bátum sagt upp hjá Kambi á Flateyri

Búið er að segja upp 65 manns í landvinnslu og sjómönnum á 5 bátum Kambs hf. á Flateyri. Alls er um 120 störf að ræða. Ástæðan er versnandi samkeppni í sjávarútvegi og breyttar rekstrarforsendur félagsins. Samkvæmt heimildum mbl.is eru flestir starfsmenn með 3 mánaða uppsagnarfrest en stefnt er að því að bjóða upp á vinnu út ágúst.

Í tilkynningu frá Kambi segir að helstu ástæður fyrir lokuninni séu sterk staða krónunnar, háir vextir og hátt leiguverð á aflaheimildum. Einnig er tilgreint að flutningskostnaður til og frá Vestfjörðum sé fyrirtækinu þungur baggi og að erfitt sé að fá Íslendinga í vinnu bæði til sjós og lands.

Fiskvinnslan Kambur er stærsta fyrirtækið á íslenskum leigukvótamarkaði. Fyrirtækið hefur þó keypt allan sinn kvóta fyrir hátt verð og hefur aldrei fengið úthlutað byggðakvóta. Mjög lítið framboð er af aflaheimildum og hefur leigukvótaverð hefur hækkað mjög að undanförnu. Að auki hefur sterk króna og háir vextir haft neikvæð áhrif á rekstur félagsins.

Forsvarsmenn Kambs eru í viðræðum við aðila á norðanverðum Vestfjörðum um sölu á tveimur skipum í eigu félagsins en ekki er ljóst hvort kvóti fylgir með í sölunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert