„Kostnaður við strætósamgöngur myndi skila sér í umhverfis- og slysavernd"

Varðliðar umhverfisins í Hólabrekkuskóla vilja betri strætósamgöngur.
Varðliðar umhverfisins í Hólabrekkuskóla vilja betri strætósamgöngur. mbl.is/Kristinn

Sextán ellefu ára krakkar í Hólabrekkuskóla hafa sent frá sér yfirlýsingu um strætisvagnaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og hugmyndir um það hvernig fjölga megi farþegum Strætó. Felast hugmyndir þeirra m.a. í því að lækka verð og bæta þjónustu og segja þau að þótt kostnaðurinn verði töluverður muni það skila sér í minni umferð, hreinna lofti og færri slysum. Hópurinn, er einn af fimm hópum, sem hlutu viðurkenninguna Varðliðar umhverfisins, eftir að hafa tekið þátt í umhverfisverndarverkefni Umhverfisráðuneytisins, Umhverfisskóla Reykjavíkur og Landverndar.

Yfirlýsing hópsins fylgir í heild sinni hér á eftir:

Vegna þess að í fréttum var sagt frá því að Strætó ætlar að fækka ferðum og aka bara á 30 mínútna fresti ætlum við Varðliðar umhverfisins í Hólabrekkuskóla að benda stjórnendum Strætó á eftirfarandi leiðir til þess að fjölga farþegum í strætisvögnunum:

1. Ef það væri ódýrara í Strætó þá mundi miklu fleiri ferðast með Strætó.
2. Okkur finnst sanngjarnt fargjald fyrir börn vera 20 – 30 krónur. Ef fargjaldið yrði lækkað þá mundu börn frekar taka strætó t.d. í skólann og á æfingar og í stað þess að foreldrar æki þeim.
3. Fargjald fyrir fullorðna ætti að vera 50 – 70 krónur. Þá mundi almenningur t.d. kennarar og fínt fólk nota strætó meira.
4. Hafa bara 7 – 10 mínútur á milli ferða.
5. Ef leiðarkerfið væri einfaldara þá tæki ekki svona langan tíma að ferðast með Strætó. Það tekur t.d. alltof langan tíma að ferðast frá Mjóddinni upp í Hólahverfi í Breiðholti.
6. Það þarf að vera styttra á milli stoppustöðva.

Ef þetta yrði gert þá mundi fleiri fólk nota strætó. Svifryksmengunin yrði minni því að bílaumferðin mundi minnka. Íslendingar mundu flytja inn færri bíla og skipaferðum mundi þess vegna fækka. Það er gott því skip menga líka. Það mundi líka verða minna slit á vegunum sem er ódýrara fyrir samfélagið.

Þótt við töpum á Strætó, þá fáum við svo margt annað í staðinn t.d. minni umferð, hreinna loft og líka færri slys.

Það er betra að selja mikið ódýrt en lítið dýrt.

Reykjavík 25. maí 2007

Varðliðar umhverfisins í Hólabrekkuskóla:

Arnar Freyr
Arnar Már
Bragi
Brynhildur
Daníel Marinó
Nikola
Guðmundur Ágúst
Harvey
Hrafnhildur
Jóhann Karl
Laufey
Rebekka
Sóley
Sverrir Freyr
Stefán Már
Victor Alexander

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert