Langflestir Íslendingar nota tölvu og netið

Níu af hverjum tíu Íslendingum á aldrinum 16-75 ára nota …
Níu af hverjum tíu Íslendingum á aldrinum 16-75 ára nota tölvu og netið. mbl.is/Júlíus

Niðurstöður sýna að tölvur eru á 89% heimila og 84% heimila geta tengst netinu. Nærri níu af hverjum tíu nettengdum heimilum nota ADSL, SDSL eða annars konar xDSL tengingu og einungis 7% nettengdra heimila nota hefðbundna upphringi-tengingu eða ISDN.

Í rannsókninni kemur fram, að níu af hverjum tíu Íslendingum á aldrinum 16–74 ára nota tölvu og netið, þar af nota flestir netið því sem næst daglega. Tilgangur einstaklinga með notkun netsins breytist lítið milli ára og líkt og fyrri ár var miðillinn helst notaður til samskipta og upplýsingaleitar.

Árið 2007 hafði um þriðji hver Íslendingur pantað og keypt vörur eða þjónustu um netið á því þriggja mánaða tímabili sem spurt var um. Enn er algengast að fólk kaupi farmiða, gistingu eða annað tengt ferðalögum á netinu.

Hagtíðindi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert