Öll dýrin í Elliðaárdal eiga að vera vinir

Dýrin í Hálsaskógi fjalla um ævintýri Lilla klifurmúsar og Mikka …
Dýrin í Hálsaskógi fjalla um ævintýri Lilla klifurmúsar og Mikka refs. mbl.is/Kristinn

Leikhópurinn Lotta frumsýndi barnaleikritið Dýrin í Hálsaskógi í Elliðaárdalnum í dag Hvítasunnudag og var sýningin í gangi þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um. Dýrin í Hálsaskógi munu í uppfærslu Lottu komast í sitt rétta umhverfi þar sem það er sýnt undir berum himni.

Sýningin hófst klukkan 14 og verður næsta sýning kl. 16.

Sýningin er um klukkutíma löng, full af glensi og fjöri, að því er segir á leiklistarvefnum. Þar sem sýnt er utandyra er fólk hvatt til þess að klæða sig eftir veðri og taka með sér teppi til að sitja á og hlýja sér ef kalt er.

Nánari upplýsingar um leikritið má finna hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert