Össur segir ríkisstjórnina ekki munu ráðast í Norðlingaölduveitu

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, sagði í fréttum Útvarpsins, að enginn ágreiningur væri innan ríkisstjórnarinnar um Norðlingaölduveitu og Þjórsárver. Stjórnarsáttmálinn sé alveg skýr og þessi ríkisstjórn ráðist ekki í gerð Norðlingaölduveitu.

Þá sagðist Össur undrast málflutning Landsvirkjunar því að hann muni ekki betur en að fyrir 12 -15 mánuðum hafi fyrirtækið lagt áform um gerð Norðlingaölduveitu til hliðar. Hann segir fyrirtækið verða að gera sér grein fyrir því að nú séu ný viðhorf við stjórnvölinn og alls ekki sé um að ræða neina sjálfsafgreiðslu í þessum málum lengur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert