Kastaðist út um afturrúðu

Umferðarslys varð rétt við bæinn Kvísker í Öræfasveit um kl. 5:15 í nótt en þar var bíll með þremur ungmennum fór út af veginum. Einn farþeginn, unglingsstúlka, kastaðist út um afturrúðu og við frekari eftirgrennslan kom í ljós að hún hafði ekki verið í bílbelti.

Lögreglan á Seyðisfirði segir, að stúlkan hafi verið flutt talsvert slöðuð með sjúkraflugi til Reykjavíkur en ekki var vitað um meiðsl hennar. Ökumaðurinn, sem er ungur að árum, er grunaður um ölvun við akstur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert