"Ég öskraði bara á móti"

Framrúðan á bílnum brotnaði þegar gæsin lenti á henni.
Framrúðan á bílnum brotnaði þegar gæsin lenti á henni.
Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is
Hulda Sigurðardóttir má teljast heppin að hafa ekki slasað sig þegar hún fékk gæs inn um framrúðuna hjá sér sl. mánudag. Hulda var ein í bíl sínum að aka skammt frá ferðamannamiðstöðinni við Gullfoss þegar hún mætti gæsinni.

„Þetta gerðist allt mjög hratt. Ég var að keyra í rólegheitum þegar ég sá gæs fljúga á móti mér. Mér fannst hún vera á mikilli ferð og reyndi að draga úr hraðanum, en hún kom bara beint inn um rúðuna hjá mér. Hún féll svo niður í farþegasætið. Gæsin öskraði alveg svakalega, en datt svo niður á gólfið og drapst," sagði Hulda þegar hún var beðin að lýsa því sem gerðist. Hún sagði að þetta hefði verið stór og mikil gæs og hálf rúðan farið í mask.

Nánar er rætt við Huldu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert