"Stórmerkilegt að við skulum ekki vera búnir að eyða þorskinum"

"Það er stórmerkilegt að við skulum ekki vera búnir að eyða þorskinum gjörsamlega. Mér finnst veiðar síðustu árin hafa verið alltof miklar og of mikið gert af því að veiða ætið frá þorskinum, loðnu, rækju og kolmunna," segir Kristján Pétursson, skipstjóri á Höfrungi III. AK, í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

"Það er bara bull þegar menn halda því fram að það sé allt fullt af þorski í hafinu og við veiðum alltof lítið. Sem betur fer hefur þorskurinn staðið sig með eindæmum vel því þetta virðist vera ótrúlega sterkur stofn."

Kristján segir að til þess að ná upp þorskstofninum hér við land þurfi að friða ætið og minnka álagið enn meira en gert er. Margir haldi því fram að það sé óþarfi að takmarka fiskveiðar. Það sé því miður ekki svo. "Veiðunum verður að stjórna," segir Kristján.

Nánar er fjallað um fiskveiðimál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert