Glímdi við 23 menn

Jiu jitsu hópur sem var í æfingabúðum nýlega.
Jiu jitsu hópur sem var í æfingabúðum nýlega.

Hinn 18 ára gamli bardagaíþróttakappi Gunnar Nelson gekkst undir vægast sagt erfiða þraut í brasilísku jiu jitsu þegar hann var látinn berjast við 23 andstæðinga um helgina. Var um að ræða hæfnispróf til að hljóta gráðu í íþróttinni, þ.e. fjólublátt belti. Er Gunnar annar Íslendingurinn til að fá beltið.

Prófið fór fram með svokallaðri „járnmennaæfingu" en hún fer þannig fram að próftakinn er látinn glíma við óþreytta menn, hvern á fætur öðrum og glímdi Gunnar sleitulaust í rúmar 50 mínútur við andstæðinga sína. Gunnar sigraði fyrstu 18 en fór þá að þreytast. Prófdómarinn Matt Thornton, sem er þekktur bardagaíþróttamaður, sagðist aldrei hafa séð jafngóða frammistöðu í járnmennaæfingu.

Jiu jitsu er ákveðið afbrigði af júdó en með færri reglum og almennt frjálslegra í sniðum að sögn Gunnars, sem hefur iðkað íþróttina í 18 mánuði. Hann var áður í karate og náði sér í brúna beltið í þeirri íþrótt.

Gunnar æfir og kennir jiu jitsu hjá Mjölni í Reykjavík og æfa um 50 manns hjá félaginu.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert