Álverið á Reyðarfirði opnað í dag

Alain Belda, forstjóri Alcoa og Geir H. Haarde, forsætisráðherra.
Alain Belda, forstjóri Alcoa og Geir H. Haarde, forsætisráðherra. mbl.is/Árni Torfason

Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði hefur formlega starfsemi í dag og verður opnuninni fagnað í dag. Athöfn hófst í Fjarðabyggðahöllinni á Reyðarfirði klukkan tíu og er öllum opin. Meðal þeirra sem flytja ávörp eru Geir H. Haarde, forsætisráðherra, Alain Belda stjórnarformaður og forstjóri Alcoa, Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls og Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.

Þá munu Tinna Árnadóttir, Vígþór Sjafnar Zophoníasson og barnakór syngja nokkur lög, en að opnunarathöfninni lokinni verða tré gróðursett við álverslóðina.

Fjölbreytt fjölskyldudagskrá hefst kl. 13:00 og verður bærinn allur í hátíðarbúningi að því er segir á vefsíðu Alcoa á Íslandi. Meðal skemmtiatriða má nefna Nylon, hljómsveitina Sú Ellen, Frú Normu götuleikhús, Halla Reynis, Out Loud, Karíus og Baktus, Álbandið, Kalla á þakinu, Þorstein Helga og fleiri. Leiktæki verða á staðnum, og svipmyndir frá uppbyggingu álversins verða sýndar á úti-ljósmyndasýningu, boðið verður upp á skipulagðar skoðunarferðir um álverslóðina, töframenn verða á stjái og boðið verður upp á pylsur og 100 fermetra tertu.

mbl.is/Árni Torfason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert