Árni Helgason framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokks

Árni Helgason.
Árni Helgason.

Árni Helgason hefur tekið við sem framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna. Þetta var ákveðið á stjórn þingflokksins í morgun og var staðfest á fundi þingflokks. Árni tekur við af Grétu Ingþórsdóttur sem hefur verið ráðin aðstoðarmaður Geirs H. Haarde,forsætisráðherra.

Árni starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá árinu 2003 til áramóta 2007. Árni er 25 ára gamall laganemi við Háskóla Íslands.

Hann lauk BA-gráðu í lögfræði frá skólanum árið 2005 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2001. Hann er varaformaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík og sat í Stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir hönd Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta 2004-2006.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert