Konur hlaupa víða í dag

Þessar vösku konur hlupu í Mosfellsdalnum í morgun.
Þessar vösku konur hlupu í Mosfellsdalnum í morgun. mbl.is/Árni Torfason

Kvennahlaup Sjóvá og ÍSÍ hófst í morgun og hlupu konur í Mosfellsbæ og Akureyri klukkan ellefu. Hlaupið er á flestum stöðum landsins í dag en áætlað er að á bilinu 16 til 18 þúsund konur taki þátt. Hlaupið hefur verið árviss viðburður frá 1990 en talið er að flestar konur taki þátt í Garðabæ og hefst hlaupið þar klukkan tvö.

Hlaupið er í fleiri löndum en Íslandi til dæmis í Búlgaríu, Kanada og Namibíu.

Nánari upplýsingar um hlaupin víða um land er að finna á vefsíðu Sjóvá .

Frá kvennahlaupinu á Vopnafirði.
Frá kvennahlaupinu á Vopnafirði. mbl.is/Jón Sigurðarsson
Morgunstund gefur gull í mund.
Morgunstund gefur gull í mund. mbl.is/Jón Sigurðarson
Kvennahlaupið í Fjarðabyggð fór fram við Andapollinn á Reyðarfirði í …
Kvennahlaupið í Fjarðabyggð fór fram við Andapollinn á Reyðarfirði í sól og 20 stiga hita. mbl.is/Helgi Garðarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert