Dæmdur í fangelsi fyrir að stela bleikum múl

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 19 ára gamlan karlmann í 4 mánaða fangelsi fyrir 9 þjófnaðarbrot og tilraunir til þjófnaða. Maðurinn var m.a. fundinn sekur um að hafa tvær nætur í röð brotist inn í verslun þar sem seld eru hjálpartæki ástarlífsins og stolið ýmsum munum.

Maðurinn var m.a. ákærður fyrir að hafa stolið brjóstastækkunarpumpu, bleikum múl, bleiku límbandi og bindihlekkjum fyrir hendur og fætur í umræddri verslun. Maðurinn játaði innbrotinn og að hafa tekið þaðan einhverja muni en sagðist ekki muna hvaða hluti hann tók. Í dómnum segir, að myndir úr öryggismyndavél sýni ekki með óyggjandi hætti hvort það voru nákvæmlega þeir munir sem í ákæru greini, sem maðurinn tók ófrjálsri hendi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert