Fimm mánaða fangelsi fyrir að hrækja á lögreglumann

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tæplega fertuga konu í 5 mánaða fangelsi fyrir að hrækja á lögreglumann, sem vildi koma í veg fyrir að konan gleypti poka með amfetamíni. Konan var einnig sakfelld fyrir fíkniefnalagabrot, innbrot og tilraun til þjófnaðar.

Í dómnum segir, að konan hafi sýnt lögreglumanni mikla lítilsvirðingu. Þá hafi verið blóð í hrákanum og því raunhæf ástæða fyrir lögreglumanninn að óttast smit.

Konan á talsverðan sakaferil að baki allt frá árinu 1988 þegar hún var dæmd fyrir þjófnað og fjársvik en frá þeim tíma hefur hún alls 10 sinnum verið dæmd fyrir brot gegn hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert