Óska eftir aukafundi í bæjarstjórn vegna málefna Hitaveitu Suðurnesja

Minnihlutinn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar ætlar að óska eftir aukafundi í bæjarstjórn strax eftir helgi til að ræða sölu á hlut ríkisins til Geysis Green Energy. Minnihlutinn vill að Reykjanesbær nýti forkaupsrétt sinn að hlutabréfum ríkisins í ljósi þess að nú er verið að bjóða hærra verð fyrir hluti í fyrir Hitaveitu Suðurnesja hf. en tilboð Geysis Green Energy hljóðar uppá. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert