Býður ódýrari lyf á netinu

Lyf fást nú á netinu.
Lyf fást nú á netinu. mbl/Sverrir Vilhelmsson

Aðalsteinn Arnarson, læknir sem búsettur er í Svíþjóð hefur sett upp heimasíðu þar sem Íslendingum gefst kostur á að kaupa lyf frá Svíþjóð á mun lægra verði en býðst hér á landi.

Á heimasíðunni segir hann lyfjaverð á Íslandi vera umtalsvert hærra en í nágrannalöndunum og ekki verði séð að það muni lækka í bráð. Sú staðreynd varð til þess að hann ákvað að aðstoða fólk við að flytja inn sín eigin lyf frá Svíþjóð. Fyrirtæki hans MínLyf getur útvegað öll lyf, sem fólk fær skrifað upp á hjá lækni og eru seld í sænskum lyfjaverslunum. Þó er ekki hægt að panta í gegnum heimasíðuna róandi lyf og svefnlyf, sterk verkjalyf og lyf sem eru viðkvæm fyrir flutningi.

Lyfin eru mun ódýrari en það sem gefið er upp í lyfjaverðskrá hér á landi en ofan á verðið leggst sendingakostnaður og virðisaukaskattur. Í viðtali við Blaðið í dag segir Aðalsteinn að hugsanlega sé þjónustan á lagalega gráu svæði. Samkvæmt frétt Blaðsins athugar nú starfsfólk Lyfjastofnunar hvort starfsemi síðunnar standist lög og reglur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert