Benedikt kominn sex mílur frá landi

Benedikt S. Lafleur í sjónum við annað tækifæri.
Benedikt S. Lafleur í sjónum við annað tækifæri. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sundgarpurinn Benedikt Lafleur hóf sund sitt yfir Ermarsund klukkan 04:50 að staðartíma í nótt og hefur því synt í um sex klukkutíma. Hann er nú í um 6 mílna fjarlægð frá Dover á Englandi og hefur því synt um þriðjung leiðarinnar. Samkvæmt upplýsingum samferðamanna Benedikts kvartaði hann undan óþægindum í maga við upphaf sundsins en virðist hafa jafnað sig og er því allt útlit fyrir að hann eigi gott sund framundan.

Benedikt og samferðafólk hans lagði úr höfn um klukkan fjögur í nótt og fóru þá að svokallaðri Shakespeareströnd. Þar fór Benedikt í sjóinn og gekk síðan upp á ströndina, samkvæmt hefð þeirra sem synda yfir Ermarsund. Að því loknu gat hann hafið sundið en þrír til fjórir sundgarpar til viðbótar reyna það einnig í dag.

Annar íslenskur sundgarpur Benedikt Hjartarson hyggst einnig freista þess að synda yfir Ermarsund á næstu dögum en hann er á eftir nafna sínum í röðinni gagnvart skipuleggjendum slíkra sunda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert