„Ég sá blossa nálægt vanganum"

Frá vettvangi við Bakkaveg í Hnífsdal
Frá vettvangi við Bakkaveg í Hnífsdal mbl.is/Halldór

Deila hjóna í Hnífsdal um vinnutíma konunnar endaði með því að hún varð fyrir haglaskoti. Í réttarsal á Ísafirði í gær hélt eiginmaðurinn því fram að um slysaskot hefði verið að ræða, en eiginkonan taldi að maðurinn hefði haldið byssunni að vanga sér og miðað á hana. „Ég sá blossa nálægt vanganum,“ sagði hún við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Ísafjarðar. Þetta kemur fram í Blaðinu í dag.

Fram kom í réttarhaldinu í gær að hjónin deildu um vinnutíma konunnar, en eiginmaðurinn var ósáttur með hversu mikið hún ynni. Maðurinn sótti sér haglabyssu, sem hann segir að hafi fyrir tilviljun verið hlaðin eftir veiðitúr. Segist maðurinn hafa haldið byssunni upp að brjósti sér, en konan segir mann sinn hafa staðið í dyrum baðherbergis hússins og miðað byssunni á sig. Segist hún hafa komist framhjá honum einungis sökum þess að hann rann til í bleytu.

Sjá nánar í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert