Ferðum Herjólfs ekki fjölgað frekar um verslunarmannahelgina

Vegagerðin sér ekki ástæðu til þess að fara fram á það við Eimskip að fleiri næturferðir verði farnar milli lands og Eyja um verslunarmannahelgi en nú þegar hefur verið ákveðið, samkvæmt því sem fram kemur í skeyti frá Gunnari Gunnarssyni aðstoðarvegamálastjóra til bæjaryfirvalda í Vestmannaeyjum.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur svarað skeytinu og lýst miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun. á segist hann í svari sínu ætla að óska eftir skýrum svörum frá samgönguráðuneytinu um það hvort slík ákvörðun sé endanleg.

Samkvæmt upplýsingum Elliða hafa 9875 einstaklingar pantað far með Herjólfi og flugi á milli lands og Eyja dagana 31. júlí til 10. ágúst. Þá er þegar upppantað fyrir bíla í 17 ferðir Herjólfs þessa daga.

Ferðum Herjólfs hefur þegar verið fjölgað um fimm um verslunarmannahelgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert