Eldsneytisverð lækkar töluvert í sjálfsafgreiðslu

mbl.is/Jim Smart

Eldsneytisverð hefur lækkað á mörgum sölustöðum í dag. Á flestum mannlausum sjálfsafgreiðslustöðvum nemur lækkunin um fjórum krónum og hjá Atlantsolíu kostar bensínlítrinn nú 120,70 krónur en lítrinn af díselolíu kostar þar 119,40 krónur.

Engar upplýsingar hafa fengist símleiðis um verðlækkanir á bensíni og díselolíu á N1 í dag þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir en samkvæmt upplýsingum þjónustuvers N1 kostar bensínlítrinn þar 131,30 krónur og lítrinn af díselolíu 130 krónur.

Verðlækkunin nú er í samræmi við lækkun á heimsmarkaðsverði og hátt gengi íslensku krónunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert