Hálslón orðið 40 ferkílómetrar

Hálslón
Hálslón mbl.is/RAX

Vatnsborð Hálslóns er núna komið í 612 metra hæð yfir sjávarborði og stærð þess er um 40 ferkílómetrar, en það verður 57 ferkílómetrar þegar það verður komið í fulla stærð. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Arnalds, upplýsingafulltrúa Kárahnjúkavirkjunar, vantar 13 metra upp á að yfirborð lónsins nái fullri hæð, en reiknað er með að það gerist í seinni hluta ágústmánaðar.

Að sögn Sigurðar miðar frágangsvinnunni við aðrennslisgöngin vel. "Við munum fylla norðurenda ganganna í lok þessarar viku með grunnvatni af heiðinni. Það gefur okkur möguleika á að prófa vélarnar í stöðinni fyrr en ella með vatni," segir hann og tekur fram að þessi aðgerð sé býsna óvenjuleg, en þessi leið sé farin til þess að flýta fyrir og vinna upp tafir á verkinu. "Að öðru leyti heldur frágangurinn á aðalgöngunum áfram og er ráðgert að vinnu við þau verði lokið í fyrri hluta september, en í framhaldi af því tekur einhvern tíma að fylla og prófa göngin. Það er óbreytt stefna að afhenda rafmagn til Alcoa í október næstkomandi."

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert