Skátar endurnýja heit sín

Skátar standa heiðursvörð í Kirkjugarði Reykjavíkur.
Skátar standa heiðursvörð í Kirkjugarði Reykjavíkur. mbl.is/Golli

Skátar um allan heim endurnýja skátaheit sitt í fyrramálið í tilefni af því að þá verða hundrað ár liðin frá stofnun skátahreyfingarinnar.

Íslenskir skátar ætla að safnast saman í Skátamiðstöðinni í Hraunbæ og heita því í sameiningu að gera skyldu sína við guð og ættjörðina, hjálpa öðrum og halda skátalögin. Þau lög eru tíu talsins og kveða meðal annars á um að skátar skuli vera glaðværir, tillitssamir, hlýðnir og hjálpsamir.

Ný dögun í starfi skáta

Hátíðarhöldin á morgun bera titilinn Sólrisa skátastarfs. "Það er verið að halda upp á að það er að hefjast ný öld," segir Margrét Tómasdóttir skátahöfðingi. Heitin verða endurnýjuð klukkan átta að morgni í hverju landi til þess að tákna nýja dögun í starfi skáta. "Skátaheitið breiðist þannig yfir jarðarkringluna með öllum sínum boðskap," segir Margrét. "Þetta eru þau gildi sem Baden-Powell lagði upp með í byrjun fyrir 100 árum." Hún leggur áherslu á að þótt talað sé um guð í heitinu, þá sé skátahreyfingin ekki bundin ákveðnum trúarbrögðum og sé opin hverjum sem er, sama hvaða merkingu menn kjósa að leggja í guðshugtakið.

Um 430 íslenskir skátar eru nú staddir í Englandi þar sem alheimsmót fer fram þessa dagana í grennd við bæinn Chelmesford. Hún segir því erfitt að spá um hversu margir mæti á morgun, en allir séu velkomnir.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert