Ókeypis í stæði fyrir visthæfa bíla

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri og Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs …
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri og Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs Reykjavíkur, framan við nokkra umhverfishæfa bíla.

Frá og með deginum í dag er ókeypis í bílastæði í Reykjavík fyrir svonefndar visthæfar bifreiðar í 90 mínútur í senn. Sérstök bílastæðaskífa mun fylgja visthæfum, bílum, en slíkir bílar eru sparneytnir á eldsneyti og hafa minni útblástur koltvísýrings en aðrir bílar.

Bílgreinasambandið hefur tekið saman lista yfir um það bil 20 gerðir af bifreiðum sem falla undir skilgreiningu Reykjavíkurborgar á visthæfum bifreiðum. Þessar bifreiðar standast ákveðnar kröfur um útstreymi koltvísýrings og eldsneytisnotkun. Þessar kröfur er m.a. þær, ef um bensínbíla er að ræða, að eyðsla í blönduðum akstri sé 5 lítrar eða minna á 100 km og CO2 útblástur sé að hámarki 120 g/km. Ef um dísilbíla er að ræða er miðað við að eyðsla í blönduðum akstri sé 4,5 lítrar á 100 km eða minna og CO2 útblástur sé að hámarki 120 g/km.

Þá er miðað við að tvíorkubílar, sem nota t.d. metan/bensín eða etanól/bensín eyði ekki yfir 5 lítrum á 100 km í blönduðum akstri og að CO2 útblástur að hámarki 120 g/km.

Vefur Bílgreinasambandsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert