Verða léttklæddar á Goldfinger

Nektardansstaðurinn Goldfinger hefur misst leyfi til nektardanssýninga. Samkvæmt nýjum lögum um veitingastaði og skemmtanahald þurfa slíkir dansstaðir undanþágu til að bjóða upp á nektardans að fengnum umsögnum frá tilteknum umsagnaraðilum.

Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins hefur ekki veitt umsókn Goldfinger jákvæða umsögn og segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfinger, að lögreglan beri því við að of erfitt sé að hafa eftirlit með starfseminni. Ekki hafa aðrir nektardansstaðir þurft að leita umsagnar vegna svipaðra undanþáguumsókna þar sem þeir hafa ekki þurft að endurnýja rekstrarleyfi sín, líkt og við á um Goldfinger.

Ásgeir Þór bendir þó á að ekki sé skilgreint hvað felist í hugtakinu „nektardans" og munu dansmeyjar hans halda áfram að leika listir sínar fyrir viðskiptavini staðarins, klæddar einhvers konar flíkum til að skýla nektinni. Ásgeir ætlar að kæra ákvörðun lögreglustjóra til dómsmálaráðuneytisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert