Skipulagsnefnd hafnaði tillögum um Nónhæð og Arnarsmára

Skipulagsnefnd Kópavogsbæjar hafnaði á fundi sínum í dag skipulagstillögum á Nónhæð og Arnarsmára 32. Ákvörðunin tekur til allra þriggja skipulagsstiga. Nefndin samþykkti að fela bæjarskipulagi að yfirfara athugasemdir sem borist hafa vegna tillagnanna.

Tillögurnar gerðu ráð fyrir því að háar byggingar verði reistar á svæðinu. Íbúar kröfðust þess hins vegar, að áfram verði gert ráð fyrir því að svæðið þjóni þeim fyrst og fremst, meðal annars með görðum og grænum svæðum, í anda þess sem heitið hafi verið við skipulagningu hverfisins.

Kópavogsbær gaf íbúunum færi á að koma með athugasemdir. Frestur til þess rann út í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert