Þrjátíu blaðsíðna umfjöllun um Ísland birt í víðlesnu þýsku ferðatímariti

Mikil umfjöllun er um Ísland í ágústhefti þýska ferðatímaritsins GeoSaison. Auk þess að prýða forsíðu blaðsins þekur umfjöllunin alls 30 blaðsíður í tímaritinu og er ljósmyndum af íslenskri náttúru gert hátt undir höfði.

Arthúr Björgvin Bollason, sem sér um kynningarmál fyrir Icelandair í Mið-Evrópu, segir að þótt greinar um Ísland séu algengar í ferðatímaritum sé mjög óvenjulegt að sjá svona stóra og ítarlega umfjöllun um landið eins og birt er í GeoSaison. "Við erum mjög ánægð með þetta. "Þetta er mjög öflugur miðill," segir hann.

GeoSaison er vel þekkt tímarit um ferðamál og selst í á annað hundrað þúsunda eintökum. Leikur enginn vafi á að umfjöllunin mun vekja mikla athygli, skv. upplýsingum Arthúrs Björgvins. "Það er óhætt að segja að Geosaison sé öflugasta tímaritið á þessu sviði. Það hafa stöku sinnum komið greinar um Ísland á undanförnum árum en aldrei neitt í líkingu við þetta."

Sérhæft miðlunarfyrirtæki sem leggur verðmat á auglýsingagildi greina af þessu tagi hefur metið umfjöllunina um Ísland í GeoSaison á um 450 þúsund evrur eða sem svarar til rúmlega 40 milljóna íslenskra króna.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert