Kenn­ar­arn­ir panta rit­föng­in og for­eldra­fé­lag­ið inn­heimt­ir

Frá Vesturbæjarskóla
Frá Vesturbæjarskóla
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net

Í Vest­ur­bæj­ar­skól­an­um við Sól­valla­götu í Reykja­vík er eng­in sam­keppni milli nem­enda um penna­veski og for­eldr­arn­ir þurfa ekki að skunda í skóla­setn­ing­ar­vik­unni í bóka­versl­un til að kaupa rit­föng, vasa­reikna, skæri, möpp­ur og ann­að slíkt. Kenn­ar­arn­ir panta allt slíkt frá heild­söl­um og hafa til­bú­ið í skól­an­um þeg­ar börn­in koma og for­eldra­fé­lag skól­ans inn­heimt­ir kostn­að­inn af for­eldr­um.

„Nem­end­ur þurfa bara að koma með nest­ið sitt í skóla­tösk­unni en ekk­ert ann­að, ekki einu sinni penna­veski,“ seg­ir Hild­ur Haf­stað skóla­stjóri. „Það er þess vegna eng­in sam­keppni um tveggja eða þriggja hæða penna­veski en það er al­veg ótrú­legt hvað penna­veski geta brot­ið nið­ur sjálfs­mynd­ina hjá börn­um,“ bæt­ir skóla­stjór­inn við.

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert