Besta kartöfluspretta í rúma öld

Fannar Ólafsson kartöflubóndi er kampakátur með kartöflusprettuna í ár og telur frásagnir í fjölmiðlum af uppskerubresti mjög misvísandi. Fannar ræktar kartöflur á Þykkvabæjarsvæðinu, á Háfi II, og segir nágranna sína almennt ánægða með sprettuna.

Hann segir nýlegt næturfrost langt því frá vera kartöflubændum til ama, heldur sé það þvert á móti heilmikil búbót því það spari bændum baráttu við mygluna sem kemst annars í grösin. Þökk sé frostinu þarf því hvorki að eitra fyrir myglunni né heldur að eyða kálinu í lok mánaðar til þess að sporna við ofvexti í kartöflunum því grösin eru nú fullsprottin að sögn Fannars. „Þetta er sparnaður upp á um 200 þúsund krónur fyrir meðalbú."

Fannar segir eitthvert tjón hafa orðið um verslunarmannahelgina vegna næturfrosts, en óvíða varð það mikið. Þurrkar drógu úr sprettunni í sumar en nú er allt orðið fullsprottið. „Uppskeran af rauðum kartöflum hjá mér er t.d. tuttugu og fimmföld, þetta er algjört metár," sagði Fannar að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert