Ástarkartafla í Bolungarvík

Bolvíska ástarkartaflan.
Bolvíska ástarkartaflan. mynd/bb.is

Áhrifa nýliðinnar Ástarviku í Bolungarvík gætir víða og greinilegt er að ástúðin og umhyggjan sem umvefja bæinn þessa viku í ágúst hafa sterk áhrif á umhverfið.

Svo virðist sem jarðvegurinn í bænum sé farinn að halda merki ástarinnar á lofti en íbúi við Hlíðarstræti fékk óvæntan glaðning um daginn þegar hann var að taka upp kartöflur í soðið í garðinum sínum. Falleg hjartalaga kartafla kom upp úr moldinni, líkt og til að minna á ástina og kærleikann.

Bolvíkingar taka sér ýmislegt fyrir hendur í Ástarvikunni, fara í bílabíó, lautarferðir og á tónleika, auk þess sem þeir vinna hörðum höndum að því að fjölga Bolvíkingum. Nú er mál manna í Víkinni að hefja eigi ræktun á hjartalaga kartöflum til að setja á markað fyrir næstu Ástarviku.

bb.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert