Eldsupptök í sumarbústað rakin til rafmagnsbilunar

Bústaðurinn var mikið skemmdur.
Bústaðurinn var mikið skemmdur. mbl.is/Guðmundur Karl

Eldsupptök í sumarbústað í Norðukotslandi í Grímsnesi á föstudag eru rakin til rafmagns. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki skilað endanlegri niðurstöðu en hallast að rafmagni frekar en öðru.

Samkvæmt upplýsingum frá Selfosslögreglu er ekkert sem bendir til þess að brotist hafi verið inn í bústaðinn. Jafnframt voru engin merki um íkveikju.

Sumarbústaðurinn gjöreyðilagðist í brunanum en hann var orðinn alelda áður en slökkviliðsmenn frá Selfossi komu á vettvang.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert