Tóku myndir af 2.000 brotlegum ökumönnum

Á tæplega tveimur mánuðum tóku tvær nýjar hraðamyndavélar, sem í sumar var komið fyrir við Vesturlandsveg, myndir af rúmlega 2.000 hraðakstursbrotum, þar af voru um 1.300 brot ljósmynduð í ágústmánuði.

Í sumum tilvikum náðust önnur umferðarbrot á mynd, s.s. þegar ökumenn töluðu í farsíma um leið og þeir óku of hratt og geta þeir ökumenn því átt von á sektum fyrir fleira en eingöngu hraðakstur. Ýmislegt fleira athæfi hefur að sögn sést á myndunum.

Nýju myndavélarnar eru báðar á Vesturlandsvegi milli Akranesvegar og Borgarness, önnur við Hagamel en hin við Fiskilæk. Þær eru stilltar til að taka mynd af ökutæki sem er ekið á 99 km hraða eða hraðar. Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert