Gallar í nýbyggingum alvarlegt og algengt vandamál

Nýja íbúðin gölluð og óseljanleg Kristjana Guðbrandsdóttir - dista@bladid.net

Íbúar Þórðarsveigs 13 og 15 hafa orðið fyrir miklu tjóni, þar á meðal eru þau Anna Lilja Pálsdóttir og Ívar Guðmundsson, sem hafa síðastliðin tvö ár reynt að sækja rétt sinn og fá bætt úr málum sínum. „Við búum í óseljanlegri og mikið gallaðri eign," segir Ívar.

Guðfinna Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá Fasteignamálum hf., segir mun vandasamara að kaupa nýja íbúð en notaða og að gallar í nýbyggingum séu alvarlegt og algengt vandamál. „Gallar eru mjög algengir og afhending getur dregist," segir Guðfinna og vill að kaupendur nýs húsnæðis hafi allan vara á sér. Hún segir frá því að sá fjöldi mála sem komi upp þar sem kaupendur verði fyrir verulegu tjóni sýni og sanni að það þurfi að athuga hagsmunagæslu við sölu og afhendingu nýrra fasteigna.

Þau Ívar og Anna Lilja festu kaup á íbúðinni árið 2004 og fluttu í glæsta íbúð í góðu hverfi og voru hæstánægð með kaupin. Þegar þau fluttu inn í íbúðina hafði verktaki ekki lokið að fullu við frágang. „Það átti bara eftir að fínpússa fráganginn þegar við fluttum inn," segir Ívar og bætir við að því miður hafi ekki enn verið gengið frá íbúðinni og sameigninni og nú, þremur árum seinna, sitji þau uppi með óseljanlega og mikið gallaða eign.

Nánar er fjallað um þetta í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert