Félagskonur SFR með 25% lægri heildarlaun en karlar

Eftir Silju Björk Huldudóttur

silja@mbl.is

Útrýming kynbundins launamunar verður eitt af stóru áhersluatriðum í komandi kjarasamningum SFR. Hitt stóra atriðið verður að leiðrétta kjör starfsmanna opinbera geirans í samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði. Þetta segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, en núverandi kjarasamningur félagsins gildir út apríl 2008. Í gær var kynnt niðurstaða nýrrar launakönnunar sem SFR hefur gert og sýnir hún að meðal félagsmanna í fullu starfi eru konur að jafnaði með tæplega 25% lægri heildarlaun en karlar. Félagsmenn SFR eru tæp 6 þúsund. 70% þeirra eru konur.

"Þessi launakönnun staðfestir enn og aftur að launamunurinn er geipilegur í heildartölum. Við munum gera þær kröfur á stjórnvöld að það verði gert eitthvað raunhæft í því að vinna á kynbundnum launamun," segir Árni og minnir á að ný ríkisstjórn hafi sett óútskýrðan kynbundinn launamun hjá ríkinu töluvert á oddinn og bæði félagsmálaráðherra og formaður Samfylkingarinnar heitið því að vinna að þessum málum.

Að sögn Árna var í síðustu kjarasamningum félagsins árið 2005 við fjármálaráðuneytið lögð mikil áhersla á að reyna að leiðrétta launamun kynjanna. Í því skyni var í stofnanasamningum milli stéttarfélagsins og stofnana ríkisins gerð tilraun til að bera saman sambærileg störf innan hverrar stofnunar fyrir sig, en ekki milli stofnana.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert