Útlendingar bjarga málum

Eftir Silju Björk Huldudóttur

silja@mbl.is

Manneklan á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi (SMFR) er umtalsverð og starfsmannaveltan há. Þetta segir Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri á SMFR. Bendir hún á að í síðustu viku hafi vantað 61 starfsmann í 37 stöðugildi og starfsmannaveltan fyrstu fimm mánuði þessa árs var 30%, en alls starfa um 500 manns á SMFR. Að sögn Sigríðar vantar þroskaþjálfa. "Þeir eru eftirsóttir í skólakerfinu á öllum skólastigum og sólarhringsþjónustan við fatlaða líður fyrir það," segir Sigríður og vísar þar til búsetuþjónustunnar við fatlaða og skammtímavistunarinnar.

Að sögn Sigríðar hafa síðustu 2-3 ár verið mjög slæm vegna viðvarandi skorts á starfsfólki. Hún segir stöðuna svipaða nú og í fyrra, en bendir á að þá hafi verið tekin ákvörðun um að ráða útlendinga til starfa hjá SMFR. "Staðan væri hreint og beint skelfileg ef ekki kæmi til erlent vinnuafl." Sigríður kallar eftir samhentu átaki stjórnvalda og háskólasamfélagsins. Segir hún að leggjast þurfi á eitt í því að mennta fleiri þroskaþjálfa og bæta starfskjör þeirra.

Sjá nánar í Morgunblaðinu

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert