Markmiðið að fækka öryrkjum

Vilhjálmur Egilsson
Vilhjálmur Egilsson mbl.is/Kristinn
Eftir Þórð Snæ Júlíusson - thordur@bladid.net

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir hugmyndir um nýtt fyrirkomulag áfallatrygginga vera tilkomið vegna þess að atvinnulífið sé að missa allt of margt fólk í örorku. Samkvæmt þessum hugmyndum munu veikir eða slasaðir eiga þess kost að þiggja laun úr sjóðnum í allt að fimm ár.

„Við höfum horft upp á það að öryrkjum hefur verið að fjölga stórkostlega. Markmiðið með þessu kerfi er að reyna að ná árangri í því að fólk fari aftur út á vinnumarkaðinn og verði ekki öryrkjar fyrr en allt annað þrýtur. Það sem þetta byggir allt saman á er að við náum árangri í að fækka öryrkjum og náum að koma fólki aftur út á vinnumarkaðinn. Þetta er stórmál og stórkostlegt samfélagslegt viðfangsefni. Þetta er hagstæðara kerfi fyrir alla þá sem lenda í erfiðleikum, en um leið strangara. Það miðast allt við að það fólk hafi hvata til að komast út úr sínum erfiðleikum. Fólk verður undir eftirliti og því verður veitt þjónusta. Það verður ekki afskipt."

Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir mjög mörgum spurningum ósvarað varðandi þetta kerfi. „Það verður engin gjörbylting gerð í þessum málum án þess að um það sé víðtæk samstaða. Ég get ekki séð að þetta verði að veruleika nema fjölmörgum spurningum sem liggja í loftinu verði svarað."

Nánar í Blaðinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert