Óvæntur fundur skólabræðra

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Francis Joseph.
Geir H. Haarde forsætisráðherra og Francis Joseph. Morgunblaðið/Davíð Logi

Það urðu fagnaðarfundir með þeim Geir H. Haarde forsætisráðherra og Francis Joseph í móttöku sem Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands gagnvart Írlandi, hélt í þjóðminjasafninu írska í gærkvöldi. Geir og Joseph námu saman við John Hopkins-háskólann í Washington fyrir meira en þrjátíu árum.

Joseph er forstöðumaður skrifstofu Evrópuþingsins í Dublin. Þeir Geir hafa haldið sambandi í gegnum árin en nokkuð er um liðið síðan þeir hittust síðast.

Síðdegis í gær var Joseph á leið heim úr vinnu er hann rakst á finnska sendiherrann á Írlandi, sem var á leið í móttökuna í þjóðminjasafninu. Joseph slóst í för með honum er hann heyrði hver væri heiðursgestur móttökunnar. Joseph segist ekki hafa vitað fyrr en nýlega að vinur hans væri orðinn forsætisráðherra. Hann bætir við: "En ég vissi að Geir myndi ná langt þegar hann sagði við mig: Morgunblaðið hefur engan fréttaritara í Washington en ég er að hugsa um að bjóða mig fram til þess hlutverks. Og hann fór og fékk sig skráðan sem slíkan og sat svo í kjölfarið alla fréttamannafundi varðandi Watergate-málið og við – hinir námsmennirnir – sátum eftir grænir af öfund."

Sjá nánar í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert