Ráðherrahópur skipaður vegna loftslagsmála

Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Þórunn Sveinbjarnardóttir. mbl.is/Ásdís

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Þórunnar Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra, um að settur verði á fót starfshópur ráðherra sem hafi það hlutverk að móta samningsmarkmið Íslands í væntanlegum viðræðum um samkomulag um loftslagsmál eftir 2012.

Þórunn mun leiða hópinn en auk hennar eiga sæti í hópnum Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert