Laun á Norðurlöndunum hafa hækkað um 3,6%

Kjarasamningar á öllum Norðurlöndum hafa verið endurnýjaðir á þessu ári að Íslandi undanskyldu. Samtök atvinnulífsins birtir í dag yfirlit yfir þessa norrænu kjarasamninga og segja að umsamdar launabreytingar þar hafa undanfarin ár verið nokkuð meiri en í samkeppnisríkjunum. Þar hafi engin breyting orðið á þetta árið.

Samtök atvinnurekenda í hverju landi fyrir sig settu sér þau markmið í samningaviðræðunum að launabreytingar yrðu svipaðar og verið hafa á meginlandi Evrópu undanfarin ár, en vegna þenslu og mikillar eftirspurnar eftir starfsfólki urðu hækkanirnar meiri.

Samtök atvinnulífsins segja, að kjarasamningar sem gerðir voru í vor í Þýskalandi til eins árs hafi haft þar áhrif en samið var um 3,5% hækkun launa. Umsamdar launahækkanir á Norðurlöndum séu allt að 3,6% á ári og ljóst að það setji fyrirtækjum nokkuð þröngar skorður.

Samtök atvinnulífsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert