Nýr hafnargarður í Húsavíkurhöfn

Þekjan steypt á Bökugarði.
Þekjan steypt á Bökugarði. mbl.is/Hafþór

Unnið hefur verið að undanförnu við lokafrágang við Bökugarð í Húsavíkurhöfn. Í dag var steyptur fyrsti hlutinn af þekju garðsins. Að sögn Þórólfs Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra Norðurvíkur ehf. sem er verktaki við framkvæmdirnar, verður klárað að steypa þekjuna í haust, en það fari allt eftir veðurfarinu hvernig verkið komi til með að ganga.

Snjóbræðslukerfi er lagt í þekjuna og er heildarlengd snjóbræðslulagna 8000 metrar en heita vatnið er sótt í Dönskulaug sem er gamall bað- og þvottastaður á á hafnarsvæðinu.

Húsvíkingar horfa til þess að garðurinn nýtist vel ef að framkvæmdum vegna álvers við Bakka verður auk þess unnið er að því að fjölga komum skemmtiferðaskipa til Húsavíkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert