Dómsmálaráðherrar Íslands og Noregs ræða um þyrlukaup

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hitti Knut Storberget, dómsmálaráðherra Noregs, á fundi í Ósló í morgun og ræddu þeir samstarf um kaup á nýjum björgunarþyrlum. Þetta kemur fram á vef Björns Bjarnasonar.

Á vef Björns kemur fram að hann hafi séð á mbl.is í dag að birt er frétt frá NRK, þar sem haft er eftir honum, að Rússar hafi óskað eftir varnarsamstarfi við Ísland.

„Þessa skoðun fréttamannsins sagðist ég hins vegar ekki geta staðfest í samtali við hann. Á hinn bóginn vildi ég sem dómsmálaráðherra, að samstarf yrði við Rússa um öryggi skipa á siglingaleiðinni frá Barentshafi til N-Atlantshafs. Ég tel fréttamanninn hafa haft í huga ummæli rússneska sendiherrans í Reykjavík í sjónvarpi, þegar hann var spurður um Rússaflug, en Valur Ingimundarson vitnaði til þeirra í fyrirlestri í Tromsö. Ég sagðist ekki vita, hvað byggi að baki ummælunum, enda hefði sendiherrann sagt, að hann hefði beint erindi til utanríkisráðuneytisins," samkvæmt vef Björns Bjarnasonar, bjorn.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert