Tæplega 65% vilja Ólaf Ragnar áfram sem forseta

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Ómar

64,5% vilja að Ólafur Ragnar Grímsson haldi áfram sem forseti þegar kjörtímabili hans lýkur á næsta ári, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. 35,5% sögðust vilja fá nýjan forseta.

Samkvæmt könnuninni vilja fleiri karlar en konur fá nýjan forseta þegar kjörtímabili Ólafs lýkur næsta ár. 37,3% karla vilja nýjan forseta og 33,7% kvenna.

Þá eru aðeins fleiri sem búa á landsbyggðinni en á höfuðborgar­svæðinu sem vilja að Ólafur Ragnar haldi áfram, en munurinn eftir búsetu er lítill. 65,8 prósent íbúa á landsbyggðinni vilja að hann haldi áfram en 63,7 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt frétt Fréttablaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert