Kjörið að nýta hagnað af sölu REI til að minnka álögur á borgarbúa

Stjórn Heimdallar hefur sent frá sér ályktun þar sem segir, að mikilvægt sé að Reykjavíkurborg fái sanngjarnt verð fyrir sinn hlut í Reykjavik Energy Invest. Kjörið væri að nýta söluhagnaðinn í framhaldinu í að lækka álögur, og færa ákvörðunina um hvernig skuli nýta ágóðann, beint í hendur borgarbúa og annarra eigenda Orkuveitunnar.

Þá segist Heimdallur treysta því, að fulltrúar flokksins í borginni fylgi eftir hugsjónum og kosningamálum flokksins og leysi úr þeim ágreiningi sem þar kunni að koma upp. Mikilvægt sé að opinber gagnrýni sé sett fram af ábyrgð og undir nafni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert