Sátt meðal sjálfstæðismanna þrátt fyrir trúnaðarbrest

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur áttu þriggja stunda langan fund um sameiningu Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy í Ráðhúsinu í Reykjavík í dag. Mikill fjöldi fréttamanna beið á meðan fundurinn stóð yfir enda ljóst að töluverð spenna hefur ríkt bæði innan og utan borgarstjórnarflokksins vegna málsins.

Gísli Marteinn Baldursson, formaður borgarstjórnarflokksins, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri staðfestu að fundinum loknum að ákveðinn trúnaðarbrestur hefði orðið vegna málsins. Þeir sögðu þó aldrei hafa komið annað til greina en að leysa hann og að það hafi tekist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert