Orkulindirnar ekki endilega andlag einkavæðingar

Geir H. Haarde, forsætisráðherra.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra. mbl.is/Brynjar Gauti

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag, að hann gæti tekið undir það sjónarmið, að orkulindirnar sjálfar ættu ekki endilega að vera andlag einkavæðingar. Þá sagði Geir ljóst, að ekki stæði til að einkavæða Orkuveitu Reykjavíkur.

Geir var að svara fyrirspurn frá Ögmundi Jónassyni, þingmanns VG, sem spurði hvernig ríkisstjórnin hygðist koma að málum á orkumarkaði. Sagði Ögmundur, að yfirvofandi væri, að orkulindir landsins verði einkavæddar og fyrri ríkisstjórn hefði sett þá hringekju í gang þegar hún seldi eignarhlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja Sagði Ögmundur, að einkaaðilar kepptust nú um að sölsa undir sig orkulindir á Reykjanesskaganum.

Geir sagði, að miklar hræringar hefðu verið á orkumarkaði og mörg sveitarfélög, sem áttu miklar eignir í Hitaveitu Suðurnesja hefðu leyst til sín þau verðmæti. Sagði Geir, að iðnaðarráðherra væri með í undirbúningi lagabreytingar, sem skiptu máli í þessu samhengi og væntanlega væri hægt að ná breiðri samstöðu um það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert