Afmælisferð í draugahús

Undanfarin 30 ár hefur Skúli Guðmundsson farið í haustferð inn á hálendið í góðra vinahópi. Afmælisferðin var farin á R-789 Wagoneer jeppa frá 1969 sem hefur staðið óhreyfður í tíu ár.

Skúli rekur vélaverkstæðið Kistufell í Reykjavík en hann tók við rekstri þess af föður sínum Guðmundi Jónassyni sem einnig stundaði ævintýralegar fjallaferðir þegar jeppar voru ekki tölvustýrð tækniundur á risavöxnum hjólbörðum.

Í þessari ferð var áð í Lindarkoti sem er einbýlishús sem stóð við Laufásveg 15 í Reykjavík áður en það var flutt upp í Þóristungur.

Þó að jeppakallarnir vilji ekki tala mikið um það þá hafa margir þeirra orðið varir við reimleika í Lindarkoti og er það mál manna að framliðnir ábúendur geri reglulega vart við sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert