Alcan braut gegn lögum

Alcan á Íslandi braut gegn ákvæðum persónuverndarlaga þegar félagið safnaði saman persónugreinanlegum upplýsingum um íbúa Hafnarfjarðar í aðdraganda kosninga um stækkun álversins í Straumsvík. Stjórn Persónuverndar úrskurðaði á föstudag að Alcan hefði ekki gætt lögboðinnar fræðsluskyldu.

Persónuvernd barst símtal um miðjan mars frá mönnum sem sögðust vera starfsmenn Alcan. Mennirnir skýrðu frá því að þeir hefðu fengið tilmæli um að safna upplýsingum um a.m.k. tíu vini sína eða nágranna og skoðanir þeirra á fyrirhugaðri stækkun álversins í Straumsvík. Fyrst og fremst hafi verið um að ræða meðlimi samtakanna Sólar í Straumi. Mennirnir vildu ekki leggja inn erindi í sínu eigin nafni þar sem þeir sögðust óttast uppsögn. Persónuvernd tók í kjölfarið málið til skoðunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert