Grípa til aðgerða til að gera borgina að betri vinnustað

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, lagði fyrir borgarráð í gær tillögu í fimm liðum um aðgerðir í starfsmannamálum borgarinnar til að gera borgina að eftirsóknarverðari vinnustað en nú er.

Borgarstjóri leggur til að hlunnindi borgarstarfsmanna í föstu starfi verði samræmd. Þeim standi til boða heilsuræktarstyrkir á árinu 2008, að upphæð 16.000 krónur miðað við fullt starf, sundkort, bókasafnskort, aðgangskort á söfn borgarinnar og að Fjölskyldu- og húsdýragarði.

Þá verði 20 milljónum í ár og 180 milljónum á næsta ári varið til að umbuna starfsmönnum frístundaheimila, grunnskóla, leikskóla, hjúkrunarheimila og vegna heimaþjónustu og hjá öðrum undirmönnuðum stofnunum. Þessi umbun er hugsuð sérstaklega vegna mikils álags í starfi.

Borgarstjóri leggur einnig til að foreldrar ungra barna njóti forgangs að vistun fyrir börn sín á leikskólum og/eða frístundaheimilum borgarinnar á meðan þeir starfa á þessum vinnustöðum. Einnig að borgarráð veiti samninganefnd heimild til að endurskoða ákvæði um starfsaldur í hlutaðeigandi kjarasamningum frá og með 1. janúar 2008. Starfstími í sambærilegum störfum hjá ríki og öðrum sveitarfélögum verði metinn til jafns við starfstíma hjá Reykjavíkurborg. Frá 1. nóvember 2007 verði gert ráð fyrir fjármunum til leikskóla og hjúkrunarheimila vegna greiðslu til þeirra starfsmanna sem skylt er að matast með þjónustuþegum/nemendum og velja ekki styttri vinnutíma á móti.

Þá er embættismönnum falið að útfæra tillögur um hvernig laða má að fleiri starfsmenn.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert